Hvað er

Framundan

Yfirlit yfir námskeið, hóptíma, vinnustofur og fyrirlestra okkar.

janúar 2022

Námskeiðið er ætlað konum með áfallasögu og/eða tilfinningalega erfiðleika, og markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum verkfæri til að tengjast sjálfri sér betur, bæði líkamlega og andlega.

Námskeiðið hefur fengið fádæma dóma þátttakenda.

Námskeiðið er haldið 1x í viku í þrjá tíma í senn, í samtals 14 skipti.

Janúar 2022

Fyrir þau okkar sem eiga í innri baráttu við púkann á öxlinni þegar kemur að hreyfingu.

Hér eigum við notalega klukkustund saman þar sem byrjað er á léttum teygjum og hreyfingu í 15-20 mínútur áður en endað er á hugleiðslu og notalegri stund með tebolla áður en haldið er út í dagsins amstur.

Njóttu þess að byrja daginn með ásetningi, ró og notalegheitum.

Tímarnir eru öllum opnir án endurgjalds.

Janúar 2022

Heilshugar býður upp á stuðningsnámskeið fyrir:

  • Fólk sem hefur tekið ákvörðun um að fara í hugvíkkandi ferðalag, vill hámarka öryggi sitt og fá skaðaminnkandi leiðbeiningar
  • Fólk sem vill setja notkun sína á hugvíkkandi lyfjum inn í meðferðarform
  • Fólk sem hefur notað hugvíkkandi lyf og vantar stuðning eftir ferðalagið
janúar 2022

Þolirðu ekki jóga en sálfræðingurinn þinn hættir ekki að tala um hvað það er gott fyrir þig?

Við skiljum.

Kíktu í tíma.

janúar 2022

Tónlist og taktur eru fyrirbæri sem tengjast beint inn í okkar dýpstu sálarfylgsni og hafa óumdeilanlega heilandi áhrif.

Nýjustu rannsóknir í áfallafræðum gefa okkur vísbendingar um hvers vegna þetta er.

Hinn reglubundni taktur trommunnar og  samstilling hópsins í sköpun og spuna hefur endurnærandi áhrif á bæði líkama og sál.

Hér þarftu ekki að opna munninn til að vera hluti af hóp. Bara lemja á trommu og njóta.

 

Vertu með

Vertu hluti af samfélaginu