Kennarar og meðferðaraðilar

  • Sálfræðingur með endurhæfingu eftir áföll, heilsubrest og fíknivanda að sérsviði
  • Útskrifaðist úr Cand.Psych námi frá Háskóla Íslands árið 2011
  • Lauk sérnámi í hugrænni atferlismeðferð árið 2017
  • Hefur lokið grunnþjálfun í EMDR, klínískri dáleiðslu og heildrænni skaðaminnkandi sálmeðferð (e. integrative harm reduction psychotherapy).
  • Útskrifaðist sem jógakennari árið 2021
  • Hefur starfað í endurhæfingu frá upphafi, fyrstu árin á Reykjalundi og hjá Krafti – stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra, síðar í endurhæfingu vímuefnaraskana og að lokum hjá Hæfi endurhæfingarstöð
  • Formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi 2018-2021
  • Aðhyllist heildræna nálgun á manneskjuna, með samkennd að leiðarljósi

Lilja býður upp á:

  • Einstaklingsmeðferð og -fræðslu til fullorðinna einstaklinga með áfallasögu, langvinnan heilsubrest og/eða sögu um fíknivanda.
  • Ýmis konar námskeið og fræðslu til einstaklinga, hópa og fyrirtækja

Einstaklingstími (50 mín) hjá Lilju kostar 22.000,-

  • Svala hefur starfað með fólki sem glímir við fjölþættan vanda þ. á m. vímuefnavanda, heimilisleysi og geðrænar áskoranir í 15 ár.

     

  • Hún hefur starfað fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Rauða krossinn, þar hefur hún stýrt skaðaminnkandi úrræðum á borð við Frú Ragnheiðar verkefnið á höfuðborgarsvæðinu, Konukot neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og tímabundið neyðarskýli í Covid.

     

  • Svala er menntuð í fjölskyldumeðferð og félagsfræði með áherslu á kynjafræði og jafnrétti.

     

  • Hún hefur vottun í
    samþættri skaðaminnkandi sálmeðferð (Integrative harm reduction
    psychotherapy
    ) frá
    Optimal Living Psychological Services.

     

  • Er skyndihjálparleiðbeinandi frá Rauða krossinum, með áherslu á ofskammtanir á vímuefnum.

     

  • Hefur lokið námskeiði í Couples and Addiction Recovery frá The Gottman Institute.

     

  • Hefur lokið grunn- og framhaldsþjálfun í áhugahvetjandi samtali og námskeiði í Bjargráðakerfinu Björg (Skills system).

     

  • Stundar nú diplómunám í faghandleiðslu við Háskóla Íslands og eru áætluð námslok í desember 2022.
  • Svala heldur námskeið í skaðaminnkandi hugmyndafræði og vímuefnanotkun m.a. fyrir Endurmennt HÍ, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og önnur sveitarfélög.
  • Hún kemur að kennslu í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.
  • Hún situr í fagráði fyrir verkefnið Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum og er ein af stofnaðilum Matthildar, samtaka um skaðaminnkun.
  • Svala notast við heildræna skaðaminnkandi meðferð, áhugahvetjandi samtal og fjölskyldumeðferð í starfi.
  • Svala starfar eftir siðareglum Heilshugar og Fjölskyldufræðingafélags Íslands.

Svala býður upp á:

  • Einstaklingsmeðferð fyrir fólk á öllum stigum vímuefnarófsins.
  • Skaðaminnkandi ráðgjöf fyrir einstaklinga og pör.
  • Fjölskyldumeðferð fyrir aðstandendur fólks sem glímir við vímuefnavanda og/eða fjölþættan vanda.
  • Handleiðslu fyrir starfsfólk í velferðarþjónustu.
  • Viðtöl á vettvangi sé þess óskað.
  • Ráðgjöf og verktakavinnu fyrir stofnanir og úrræði v. innleiðingu á skaðaminnkandi nálgun og inngripum.
  • Fræðslu og námskeið um
    skaðaminnkandi hugmyndafræði, vímuefnavanda og tengd málefni.

Einstaklingstími (50 mín) hjá Svölu kostar 15.000,-

  • Geðhjúkrunarfræðingur með áherslu á geðvanda að sérsviði
  • Hefur lokið grunnþjálfun í áhugahvetjandi samtali, heildrænni skaðaminnkandi sálmeðferð (e. integrative harm reduction psychotherapy).
  • Hefur lokið námskeiði Bjargráðakerfinu BJÖRG (Skills system) sem er aðferð til að ná tökum á tilfinningastjórn. Aðferðin byggir á díalektískri atferlismeðferð (Dialectical Behavior Therapy) og er þróuð til að gagnast einstaklingum sem hafa átt erfitt með að nýta sér hefðbundna nálgun.
  • Hefur lokið námskeiði í að tileinka sér áfallamiðaða nálgun (e. Becoming Trauma Informed – BTI) á vegum dr. Stephanie Covington.
  • Stundar nú diplómanám í faghandleiðslu við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, áætluð námslok í desember 2022.
  • Arndís hefur einnig sótt fjölda ráðstefna og styttri námskeiða sem tengjast geðrænum vanda.
  • Arndís hefur 15 ára reynslu af því að vinna með einstaklingum með geðrænan vanda með samslætti við vímuefnavanda (tvígreindur vandi).
  • Starfaði í níu ár á fíknigeðdeild Landspítala og síðar í samfélagsgeðteymi Landspítala, þar sem áherslan var á batamiðaða nálgun og heildræna nálgun við einstaklinga sem glímdu við geðraskanir. Hluta af þeim tíma starfaði Arndís sem teymisstjóri.
  • Sat í stýrihópi og sjálfboðaliði Frú Ragnheiðar hjá Rauða Krossinum. Situr nú í fagráði Aðstoðar eftir afplánun hjá Rauða Krossinum. 
  • Samhliða því að starfa hjá Heilshugar starfar Arndís í geðheilsuteymi fangelsa hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
  • Arndís sinnir stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.
  • Arndís er formaður fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga.
  • Arndís aðhyllist heildræna nálgun á einstaklinginn með batamiðaða nálgun að leiðarljósi.
Arndís býður upp á:
  • Einstaklingsmeðferð fyrir einstaklinga með vímuefnavanda.
  • Faghandleiðslu til starfsmanna í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
  • Fræðslu og kennslu til stofnana um geðrænar áskoranir og vímuefnavanda.