Kennarar og meðferðaraðilar

 • Sálfræðingur með endurhæfingu eftir áföll, heilsubrest og fíknivanda að sérsviði
 • Útskrifaðist úr Cand.Psych námi frá Háskóla Íslands árið 2011
 • Lauk sérnámi í hugrænni atferlismeðferð árið 2017
 • Hefur lokið grunnþjálfun í EMDR, klínískri dáleiðslu og heildrænni skaðaminnkandi sálmeðferð (e. integrative harm reduction psychotherapy).
 • Útskrifaðist sem jógakennari árið 2021
 • Hefur starfað í endurhæfingu frá upphafi, fyrstu árin á Reykjalundi og hjá Krafti – stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra, síðar í endurhæfingu vímuefnaraskana og að lokum hjá Hæfi endurhæfingarstöð
 • Formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi 2018-2021
 • Aðhyllist heildræna nálgun á manneskjuna, með samkennd að leiðarljósi

Lilja býður upp á:

 • Einstaklingsmeðferð og -fræðslu til fólks með áfallasögu, langvinnan heilsubrest og/eða sögu um fíknivanda
 • Ýmis konar námskeið
 • Hóptíma með áherslu á leikgleði og vellíðan
 • Fræðslu til einstaklinga, hópa og fyrirtækja

ATH! Sökum mikillar aðsóknar tekur Lilja ekki við nýjum skjólstæðingum á biðlista, en ef þú hefur verið hjá henni áður eða hefur áhuga á stökum tíma í ráðgjöf er velkomið að hafa samband.

 • Hefur starfað með fólki sem glímir við vímuefnavanda, heimilsleysi og fjölþættan vanda frá árinu 2007.
 • Hefur þróað og innleitt skaðaminnkandi inngrip, ásamt því að stýra skaðaminnkunarúrræðum þ. á m. Frú Ragnheiðar verkefninu, Konukoti neyðarathvarfi og tímabundnu neyðarskýli í Covid.
 • Er menntuð í fjölskyldumeðferð og félagsfræði með áherslu á kynjafræði og jafnrétti.
 • Er skyndihjálparleiðbeinandi með áherslu á ofskammtanir á vímuefnum.
 • Hefur sérhæft sig í samþættri skaðaminnkandi sálmeðferð (e. integrative harm reduction psychotherapy).
 • Er í námi í handleiðslufræðum og líkur í des árið 2022.
 • Aðhyllist lífsálfélagslega líkanið og áfallatenginu við þróun á vímuefnavanda.
 • Notast við heildræna skaðaminnkandi sálmeðferð, áhugahvetjandi samtal, samkenndar- og notendamiðaða nálgun í starfi.

Svala býður upp á:

 • Einstaklingsmeðferð fyrir fólk sem glímir við vímuefnavanda.
 • Skaðaminnkandi ráðgjöf fyrir fólk á öllum stigum vímuefnarófsins.
 • Ráðgjöf fyrir aðstandendur og ástvini fólks með vímuefnavanda og/eða geðrænaráskoranir.
 • Handleiðslu fyrir starfsfólk.
 • Fræðslu og námskeið fyrir starfsfólk og almenning.
 • Verktakavinnu fyrir sveitarfélög og stofnanir.