Námskeið

Aftur til sjálfrar mín – framhaldsnámskeið

Fyrir hvern?
Námskeiðið er ætlað konum með áfallasögu og/eða tilfinningalega erfiðleika.

Á grunnnámskeiðinu er farið í þá grunnþekkingu sem nauðsynleg er til að fólk hafi forsendur til að öðlast samkennd með sjálfu sér, og skilning á eigin hegðun, hugsun og líðan.

 

Á framhaldsnámskeiðinu er byggt ofan á þá þekkingu, og ákveðið þema tekið fyrir í hverjum tíma, með því augnamiði að gefa fólki betri verkfæri til að takast á við þá þætti sem um ræðir. Þemun eru atriði sem fólk með áfallasögu á oft í erfiðleikum með. Þátttaka í námskeiðinu færir konum nýja innsýn á eigið sjálf og eigin viðbrögð við umhverfinu og miðar að því að auka sjálfstraust og samkennd gagnvart sjálfum sér.

 

Á framhaldsnámskeiðinu lærir fólk:

 • Byggt ofan á fróðleik um tengingu líkamlegrar og
  andlegrar heilsu, skoðað hvernig grunn líkamsstarfsemi hefur áhrif á virkni og
  líðan
 • Ýmsan sértækan fróðleik um ákveðin þemu sem oft eru í
  ólestri hjá fólki með áfallasögu
 • Leiðir til þess að kortleggja betur vandamál og finna
  viðeigandi lausnir
 • Haldið áfram að tengjast inn á líkamann
 • Að mæta sjálfri sér í mildi og gleði

 

Dagskrá:

1. tími                 Svefn, melting, öndun

2. tími                 Núvitund og samkennd

3. tími                 Reiði, hatur, fyrirgefning

4. tími                 Félagsfærni, traust, mörk

5. tími                 Ofbeldi í nánum samböndum

6. tími                 Fíkn

7. tími                 Gildi

8. tími                 Bataferillinn og bakslagsvarnir

 

Námskeiðið er haldið 1x í viku í 2,5 tíma í senn, í samtals 8 skipti eða 20 klst.

Leiðbeinandi: Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur

Verðbil 1: 95.000

Verðbil 2: 120.000

Verðbil 3: 145.000

Staðfestingargjald, kr. 20.000, þarf að borga við skráningu. Hægt er að skipta greiðslum og svo niðurgreiða stéttarfélög námskeiðið.

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar

Vertu með

Vertu hluti af samfélaginu