Námskeið

Vímuefnavandi og vímuefnanotkun

Fyrir hvern?
Námskeiðið er fyrir öll þau sem hafa áhuga á málefninu: starfsfólk, almenning og aðstandendur.

Á námskeiðinu verður skoðað hvers vegna fólk notar vímuefni og þau jákvæðu og neikvæðu áhrif og afleiðingar sem geta fylgt notkun á vímuefnum. Fjallað verður um hvernig vímuefnavandi þróast hjá fólki, hvað vímuefnavandi/fíknivandi er og hvernig áföll og erfiðar lífsreynslur tengjast þróun á vímuefnavanda. Einnig verður farið yfir ólík stig vímuefnanotkunar (vímuefnarófið) og hvernig hægt er að nýta skaðaminnkandi nálgun í tengslum við vímuefnanotkun. Námskeiðið er hugsað sem grunnnámskeið um málefnið.

Efnisþættir:

  • Ólík stig vímuefnanotkunar (vímuefnarófið).
  • Ástæður þess að fólk notar vímuefni.
  • Jákvæðar og neikvæðar afleiðingar vímuefnanotkunar.
  • Undirliggjandi þættir sem hafa áhrif á þróun á vímuefnavanda.
  • Tengsl áfalla og erfiðra lífsreynslna á þróun vímuefnavanda.
  • Tölfræði tengd vímuefnanotkun og vímuefnavanda.
  • Hvernig skaðaminnkandi nálgun getur nýst við vímuefnanotkun.

Kennari: Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun og fjölskyldufræðingur hjá Heilshugar.

Hvenær: 6. febrúar 2023, kl 19:00-21:30.

Lengd: 2.5 klst.

Verð á námskeiðið fer eftir efnahagslegri stöðu fólks. Hver og einn greiðir þá upphæð sem miðast við sína eigin fjárhagslegu stöðu, þrjú verð: 7.500,-, 10.500,- og 13.500,- kr.

Vertu með

Vertu hluti af samfélaginu