Nokkur orð um

Skaðaminnkun

Hvað er skaðaminnkun?
  • Viðurkennir að notkun lyfja, bæði löglegra og ólöglegra, er staðreynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr og kýs að vinna að því að minnka skaðsemi hennar fremur en að hunsa hana eða fordæma.
  • Skilur að lyfjanotkun er flókið og margbrotið fyrirbrigði sem fyrirfinnst á rófi frá alvarlegri misnotkun til algers bindindis, og viðurkennir að hægt er að taka lyf á misöruggan máta.
  • Gengur út frá því að mat á árangri sé byggt á lífsgæðum einstaklinga og samfélaga fremur heldur en algjöru lyfjabindindi.
  • Kallar eftir virðingarfullum samskiptum án þvingana í þjónustu við notendur og umhverfi þeirra með það að markmiði að hjálpa þeim að draga úr skaða vegna notkunar.
  • Tryggir að raddir fólks með fyrrum eða núverandi sögu um lyfjamisnotkun fái að heyrast í gerð áætlana og stefnumótunar sem ætlað er að þjóna þeim.
  • Gerir ráð fyrir eigin ábyrgð notenda á skaðaminnkun og leitast við að styðja þá í að miðla upplýsingum og stuðningi sín á milli til að bæta kjör sín og umhverfi.
  • Viðurkennir að fátækt, stéttaskipting, kynþáttafordómar, félagsleg einangrun, fyrri áfallasaga, mismunun á grundvelli kyns og annars konar mismunur á félagslegri stöðu hefur áhrif á getu fólks og styrk til að takast á við skaða af völdum lyfjamisnotkunar.
  • Gerir ekki lítið úr né hunsar þær raunverulegu og sorglegu hættur sem misnotkun lyfja, bæði löglegra og ólöglegra, getur haft í för með sér.