Um Heilshugar

Heilshugar er alhliða sálfræðiþjónusta sem rekin er af Lilju Sif Þorsteinsdóttur, sálfræðingi.

Lilja útskrifaðist sem Cand.Psych frá Háskóla Íslands árið 2011. Fyrstu árin starfaði hún á Reykjalundi og tekur reglulega að sér afleysingar þar innanhúss. Lilja gegndi þar að auki stöðu sálfræðings fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, í rúmlega ár. Í tæp tvö ár starfaði Lilja sem sálfræðingur á afeitrunar- og endurhæfingarstöð fyrir fólk með vímuvanda í Noregi. Hún starfar nú á Hæfi endurhæfingastöð þar sem fram fer þverfaglegt starf með áherslu á langvinna verki. Mesta áherslu leggur Lilja á að starfa með fólki með áfallasögu, líkamlega vanheilsu, langvinna verki, eða sögu um vímuvanda.

Hægt er að panta viðtalstíma á stofu í síma 511-1011, og fær þá fólk samband við Hæfi. Hæfi er staðsett í Egilhöll í Grafarvoginum. Til að bóka tíma í fjarmeðferð er smellt á hlekkinn “bóka tíma” hér fyrir ofan.

Í grunninn starfar Lilja eftir aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en beitir einnig núvitund, EMDR og klínískri dáleiðslu þegar það er viðeigandi.