Námskeið

Aftur til sjálfrar mín - grunnnámskeið

Fyrir hvern?
Námskeiðið er ætlað konum með áfallasögu og/eða tilfinningalega erfiðleika.

Námskeiðið er ætlað konum með áfallasögu og/eða tilfinningalega erfiðleika, og markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum verkfæri til að tengjast sjálfri sér og öðrum betur, bæði líkamlega og andlega, öðlast verkfæri til að róa taugakerfið og öðlast skilning á eigin viðbrögðum og tilfinningalífi.

Lögð er áhersla á að þátttakendur finni til öryggis, samstöðu og hópanda sem liggur til grundvallar góðum framförum. Hver tími hefur ákveðið þema og byggir á sálfélagslegri fræðslu ásamt verkefnum sem tengjast þemanu. Einnig eru gerðar æfingar sem hjálpa konunum að tengjast líkama sínum og sjálfum sér betur. Þar er t.d. notast við jóga, núvitund, hugleiðslu og verkefnavinnu.

Námskeiðið hefur fengið mjög góða dóma þátttakenda.

 

Á grunnnámskeiðinu lærir fólk:

  • Um líffræði áfalla
  • Hvernig uppvöxtur mótar heilaþroska og upplifun okkar af heiminum
  • Hvrenig heilinn býr til þau gleraugu sem við sjáum heiminn í gegnum
  • Innsýn inn í eigin viðbrögð við heiminum
  • Um mikilvægi félagstengsla
  • Um tilfinningar og tilfinningastjórnun
  • Um tengingu líkamlegrar og andlegrar heilsu
  • Æfingar til að tengjast líkama sínum á nýjan leik

Dagskrá:

1. tími                 Hinn narratívi heili

2. tími                 Hvað eru áföll, líffræði áfalla

3. tími                 Að skilja eigin viðbrögð

4. tími                 Tilfinningar og tilfinningastjórnun

5. tími                 Að tala við taugakerfið

6. tími                 Áhrif uppvaxtar

7. tími                 Innri gagnrýnandinn

8. tími                 Áhrif félagstengsla

Vitnisburðir fyrrum þátttakenda:

 

“Ótrúlega áhugavert námskeið, ég lærði svo mikið um áföll og afleiðingar þess, og sérstaklega hvernig ég get tekist á við það, ég fékk raunveruleg tæki og tól!”

“Þetta námskeið á að mínu mati að vera kennt í 10. bekk og eiga allir að fara á þetta. Að skilja betur rauðu flöggin og viðbrögð sem maður getur sýnt er nauðsynlegt til að skilja betur sjálfa sig. Takk fyrir mig.”

 

Vertu með

Vertu hluti af samfélaginu