Yfirlit yfir námskeið

Námskeiðið er ætlað fólki sem glímir við langvinna verki – haldið í fjarstreymi

 

Um er að ræða 8 skipta hópmeðferð, samtals 16 klst, þar sem unnið er með langvinna verki eftir aðferðum Acceptance and Commitment Therapy. Námskeiðið er ætlað fólki sem glímir við langvinna verki.

Á námskeiðinu lærir fólk:

  • Um sálfræði sársauka – hvaða þættir stjórna upplifun okkar
  • Upplifa óvelkomnar tilfinningar og skynhrif sem náttúruleg viðbrögð sem tengjast þeirra persónulegu sögu
  • Læra að upplifa óþægilegar tilfinningar sem bara það sem þær eru
  • Sjá hvernig secondary distress (tvöfaldur sársauki) margfaldar áhrifin á sársaukaupplifunina, hvernig það að bregðast við sársaukanum með vörn, margfaldar hann
  • Þjálfa upp hæfileikann til að komast í tengsl við óþægilegar tilfinningar þegar markmið eða gildi krefjast þess
  • Að þjálfa sig í að skilja á milli sjálfs síns og hugsana sinna
Námskeiðið er ætlað konum með áfallasögu og/eða tilfinningalega erfiðleika.

Námskeiðið er ætlað konum með áfallasögu og/eða tilfinningalega erfiðleika, og markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum verkfæri til að tengjast sjálfri sér betur, bæði líkamlega og andlega.

Námskeiðið hefur fengið fádæma dóma þátttakenda.

Námskeiðið er haldið 1x í viku í þrjá tíma í senn, í samtals 14 skipti.

Námskeiðið er sett þannig upp að fyrri hlutinn er fræðsla og umræður (engin er skikkuð til að opna munninn frekar en hún vill, svo það sé tekið fram), og seinni hlutinn eru æfingar sem miða að því að tengja þátttakendur betur við sjálfa sig og líkama sinn – jóga, núvitund, dáleiðsla og/eða verkefnavinna.

Hópurinn verður fámennur en góðmennur (hámarksfjöldi 12) og miðað er að því að hafa þetta allt saman voða kósí og óformlegt, og að mynda góða stemmningu saman.

Námskeiðið er samtals 42 klst.

Dagsetning næsta námskeiðs verður tilkynnt síðar.

 

Við bjóðum upp á heildræna skaðaminnkandi þjónustu í kringum hugvíkkandi lyf.

Á undanförnum árum hefur aðsókn í svokölluð hugvíkkandi ferðalög aukist töluvert, enda samfélagið í andlegri krísu og ekkert lát virðist á tíðni kvíða, þunglyndis og annarra tilfinningaraskana hækkar ár frá ári. Meðferðir með hjálp hugvíkkandi lyfja lofa góðu samkvæmt rannsóknum og því skiljanlegt að fólk freisti þess að fá bót eina sinna þrátt fyrir að enn sem komið séu hugvíkkandi lyf og slíkar meðferðir ólöglegar.

Það er hins vegar skýr greinarmunur á því að nota hugvíkkandi lyf ein og sér, án undirbúnings og eftirmeðferðar, og því að sækja sér meðferð með aðstoð hugvíkkandi efna. Þar að auki er ákveðin áhætta fólgin í því að taka þessi lyf án þess að hafa fengið réttan undirbúning og utanumhald á undan, á meðan og á eftir.

Með skaðaminnkun að leiðarljósi býður Heilshugar því upp á stuðningsnámskeið fyrir þau sem hafa ákveðið að fara þessa leið.

Lesa meira

Vertu með

Vertu hluti af samfélaginu