Námskeið

Stuðningshópur fyrir ferðalanga

Fyrir hvern?
Stuðningshittingarnir okkar eru ætlaðir öllum þeim sem vilja hittast og ræða um hugbirtandi efni, reynslu sína, og spyrja spurninga, og/eða bara spjalla.

Stuðningshóparnir miða að því að mæta þeirri þörf sem til staðar er fyrir utanumhald eftir hugvíkkandi ferðalög.

Mörg sem farið hafa í hugvíkkandi ferðalög upplifa sig svolítið í lausu lofti eftir slíkt og hafa þörf fyrir stað til úrvinnslu. Hvernig tekurðu það sem þér var sýnt og notar það til að bæta líf þitt og hverdag? Við hvern talarðu um þessa reynslu þína? Hvaða áskoranir og sigra ertu að rekast á í lífi þínu?

Hér leggjum við í þessa vegferð saman. Að hafa fólk í kringum sig sem er á sömu vegferð er ómetanlegt, til að spegla, styðja, deila og hvetja.

 

 

 

Tímasetning: Þriðjudagar frá 20 – 21

Leiðbeinandi: Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur

Verð: 2500,-

 

Baukur á staðnum eða krafa í heimabanka.

Athugið!

Ekki er um meðferð að ræða né koma hittingarnir í stað meðferðar.

 

Vertu með

Vertu hluti af samfélaginu