Námskeið

Að lifa með langvinnum verkjum

Fyrir hvern?
Námskeiðið er ætlað fólki sem glímir við langvinna verki - haldið í fjarstreymi

Um er að ræða 8 skipta hópmeðferð, samtals 16 klst, þar sem unnið er með langvinna verki eftir aðferðum Acceptance and Commitment Therapy. Námskeiðið er ætlað fólki sem glímir við langvinna verki.

Á námskeiðinu lærir fólk:

  • Um sálfræði sársauka – hvaða þættir stjórna upplifun okkar
  • Upplifa óvelkomnar tilfinningar og skynhrif sem náttúruleg viðbrögð sem tengjast þeirra persónulegu sögu
  • Læra að upplifa óþægilegar tilfinningar sem bara það sem þær eru
  • Sjá hvernig secondary distress (tvöfaldur sársauki) margfaldar áhrifin á sársaukaupplifunina, hvernig það að bregðast við sársaukanum með vörn, margfaldar hann
  • Þjálfa upp hæfileikann til að komast í tengsl við óþægilegar tilfinningar þegar markmið eða gildi krefjast þess
  • Að þjálfa sig í að skilja á milli sjálfs síns og hugsana sinna

 

Acceptance and Commitment Therapy er gagnreynt meðferðarform sem gengur út á að auka sveigjanleika í hugsun og kenna fólki að vinna með tilfinningum sínum frekar en á móti þeim. Uppruna meðferðarformsins má rekja til hugrænnar aðferlismeðferðar og búddískrar hugmyndafræði. Fólki er kennt að koma auga á eigin gildi í lífinu og að nálgast og vera með erfiðum tilfinningum í stað þess að flýja þær, með því augnamiði að ná að vinna úr þeim og stýra lífi sínu og líðan á markvissari hátt en áður.

Acceptance and Commitment Therapy er að ryðja sér til rúms sem ein helsta meðferð við langvinnum verkjum í dag. Rannsóknir gefa til kynna að ACT beri svipaðan árangur við upplifun verkja og hugræn atferlismeðferð, sem hingað til hefur verið eitt helsta verkfæri sálfræðinnar við langvinnum verkjum, en að hún taki hugrænni atferlismeðferð fram að því leyti að fólk upplifi meiri sátt og aukin lífsgæði þrátt fyrir verki.

Kennt er 1x í viku, á þriðjudögum frá 10 til 12.

Verð: 80.000,-

Leiðbeinandi: Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur

Næsta námskeið hefst þann 23. ágúst

Vertu með

Vertu hluti af samfélaginu