Námskeið

Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga

Fyrir hvern?
Námskeiðið er ætlað fólki sem hefur ákveðið að nýta sér eiginleika hugvíkkandi efna í þeirri von að öðlast betri heilsu og vill faglegt utanumhald og stuðning á undan og eftir ferðalaginu sjálfu

Á undanförnum árum hefur aðsókn í svokölluð hugvíkkandi ferðalög aukist töluvert, enda samfélagið í andlegri krísu og ekkert lát virðist á tíðni kvíða, þunglyndis og annarra tilfinningaraskana hækkar ár frá ári. Meðferðir með hjálp hugvíkkandi lyfja lofa góðu samkvæmt rannsóknum og því skiljanlegt að fólk freisti þess að fá bót meina sinna þrátt fyrir að enn sem komið séu hugvíkkandi lyf og slíkar meðferðir ólöglegar.

Það er hins vegar skýr greinarmunur á því að nota hugvíkkandi lyf ein og sér, án undirbúnings og eftirmeðferðar, og því að sækja sér meðferð með aðstoð hugvíkkandi efna. Þar að auki er ákveðin áhætta fólgin í því að taka þessi lyf án þess að hafa fengið réttan undirbúning og utanumhald á undan, á meðan og á eftir.

Með skaðaminnkun að leiðarljósi býður Heilshugar því upp á stuðningsnámskeið fyrir þau sem hafa ákveðið að fara þessa leið.

Markhópur námskeiðanna er eftirfarandi:

 • Fólk sem hefur tekið ákvörðun um að fara í hugvíkkandi ferðalag, vill hámarka öryggi sitt og fá skaðaminnkandi leiðbeiningar
 • Fólk sem vill fá faglegt utanumhald í undirbúningi og eftirvinnslu hugvíkkandi ferðalags
 • Fólk sem hefur notað hugvíkkandi lyf og vantar stuðning eftir ferðalagið

Dagsetningar næsta námskeiðs:

Tími

Efni

Dagsetning

Tími 1

Hópurinn hittist, fræðsla um hugvíkkandi lyf, sögu þeirra og virkni

15. júní

Tími 2

Hvað ber að varast þegar hugað er að ferðalögum

 

22. júní

Tími 3

Kortlagning – farið yfir ásetning

29. júní

Tími 4

Farið yfir hvað hefur gerst síðan síðast, farið yfir hvaða breytingar fólk vill gera og hvernig þær líta út í raunveruleika þeirra

31. ágúst

Tími 5

Hvernig hefur gengið, stefnan rétt af, áframhald skoðað

14. sept

Athugið!
 • Við veitum ekki hugvíkkandi meðferð
 • Við hvetjum ekki til notkunar á hugvíkkandi lyfjum
  • Markhópurinn er fólk sem hefur ákveðið af eigin frumkvæði að fara þessa leið
 • Við hjálpum fólki ekki að nálgast hugvíkkandi lyf
 • Við vísum ekki í hugvíkkandi meðferð
 • Við umgöngumst ekki lyfin, né höfum þau nokkurs staðar í nálægð við okkur
Innihald námskeiðs:
 • Fræðsla um lyfin sjálf, sögu þeirra og virkni, hvað ber að varast og hverju beri að huga að
 • Utanumhald
 • Hópar þar sem fólk hittist í nokkur skipti fyrir og eftir ferð
 • Hjálp við undirbúning undir ferðalag
 • Að setja ásetning, hvað viltu leggja áherslu á? Hvaða vandamál glímirðu við?
 • Stuðningur og leiðsögn eftir ferðalag
 • Samþætting: Hjálp til að skoða hvað þú vilt taka úr ferðalaginu, hvaða sjónarhorn þú vilt skoða og hvaða breytingar þú vilt gera, og stuðningur til að gera þær breytingar á lífi sínu
 • Frjáls aðgangur að vikulegum stuðningshópi eftir námskeið
Skaðaminnkandi hugmyndafræði

Með skaðaminnkun að leiðarljósi býður Heilshugar upp á stuðningsnámskeið fyrir þau sem hafa ákveðið að fara þessa leið. Markhópur námskeiðanna er eftirfarandi:

 • Fólk sem hefur tekið ákvörðun um að fara í hugvíkkandi ferðalag, vill hámarka öryggi sitt og fá skaðaminnkandi leiðbeiningar
 • Fólk sem vill fá faglegt utanumhald í undirbúningi og eftirvinnslu hugvíkkandi ferðalags
 • Fólk sem hefur notað hugvíkkandi lyf og vantar stuðning eftir ferðalagið
Stjörnubjartur himinn
Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga - Almennt grunnnámskeið

5 skipti, 2 tímar í senn

 • 1. tími: Hópurinn hittist, fræðsla um hugvíkkandi lyf, spurningum svarað
 • 2. tími: Hvað ber að varast þegar hugað er að ferðalögum
 • 3. tími: Farið yfir ásetning
 • Hlé – þeir sem kjósa geta farið í ferðalag hér – eða ekki / eða shamanic breathwork
 • 4. tími: Farið yfir hvað hefur gerst síðan síðast, farið yfir hvaða breytingar fólk vill gera og hvernig þær líta út í raunveruleika þeirra
 • 5. tími: Hvernig hefur gengið, stefnan rétt af, áframhald skoðað
Leiðbeinandi: Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur
Verð: 49.900,
Vertu með

Vertu hluti af samfélaginu