Nokkur orð

Um heilshugar

Heilshugar er...

 • Batamiðað rými með skaðaminnkandi áherslum.
 • Griðastaður í dagsins amstri
 • Vettvangur til að melta lífsreynslu sína og fá stuðning við að gera þær breytingar í sínu lífi sem manneskja vill
 • Tengir fólk saman og gefur því tækifæri til að vera hluti af og taka þátt í og græða sár sín í samfélagi.
 • Öruggur vettvangur til að komast í samband við eigin leikgleði og sköpunarkraft 
 • Staður til að auka sjálfsskilning fólks og tengingu þess við sjálft sig og umheiminn.

...leikmegin í lækningunni

Hvað er einstakt við okkar nálgun?

Leikgleðin að leiðarljósi

Lækningin hefur tvær hliðar.

Annars vegar þarf að græða sárin sín og koma sér aftur í virkni.

Það að “virka” er hins vegar ekki nóg. Við viljum líka þrífast.

Heilshugar miðar að því að skapa öruggan vettvang til að komast í samband við eigin leikgleði og sköpunarkraft.

Í sköpuninni býr gleðin.

Í gleðinni býr sáttin.

Í sáttinni býr hamingjan.

Kennarar og meðferðaraðilar
 • Sálfræðingur með endurhæfingu eftir áföll, heilsubrest og fíknivanda að sérsviði
 • Útskrifaðist úr Cand.Psych námi frá Háskóla Íslands árið 2011
 • Lauk sérnámi í hugrænni atferlismeðferð árið 2017
 • Hefur lokið grunnþjálfun í EMDR, klínískri dáleiðslu og heildrænni skaðaminnkandi sálmeðferð
 • Útskrifaðist sem jógakennari árið 2021
 • Hefur starfað í endurhæfingu frá upphafi, fyrstu árin á Reykjalundi og hjá Krafti – stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra, síðar í endurhæfingu vímuefnaraskana og að lokum hjá Hæfi endurhæfingarstöð
 • Formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi 2018-2021
 • Aðhyllist heildræna nálgun á manneskjuna, með samkennd að leiðarljósi

Lilja býður upp á:

 • Einstaklingsmeðferð og -fræðslu til fólks með áfallasögu, langvinnan heilsubrest og/eða sögu um fíknivanda
 • Ýmis konar námskeið
 • Hóptíma með áherslu á leikgleði og vellíðan
 • Fræðslu til einstaklinga, hópa og fyrirtækja
 • Hefur starfað með fólki sem glímir við vímuefnavanda og fjölþættan vanda frá árinu 2007.
 • Hefur þróað og innleitt skaðaminnkandi inngrip, ásamt því að stýra skaðaminnkunarúrræðum þ. á m. Frú Ragnheiðar verkefninu, Konukoti athvarfi fyrir heimilislausar konur og tímabundnu neyðarskýli í Covid.
 • Er menntuð í para- og fjölskyldumeðferð og félagsfræði með áherslu á kynjafræði og jafnrétti.
 • Er skyndihjálparleiðbeinandi með áherslu á ofskammtanir á vímuefnum.
 • Er að sérhæfa sig í heildrænni skaðaminnkandi sálmeðferð (e. integrative harm reduction psychotherapy), lýkur námi með vottun í mars 2022.
 • Aðhyllist lífsálfélagslega líkanið og áfallatenginu við þróun á vímuefnavanda.
 • Notast við heildræna skaðaminnkandi sálarmeðferð, áhugahvetjandi samtal, samkenndar- og notendamiðaða nálgun í starfi.

Svala býður upp á:

 • Einstaklingsmeðferð fyrir einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda.
 • Ráðgjöf fyrir aðstandendur og ástvini fólks með vímuefnavanda.
 • Ráðgjöf til starfsfólks og úrræða.
 • Fræðslu og námskeið.
Hvað er skaðaminnkun?
 • Viðurkennir að notkun lyfja, bæði löglegra og ólöglegra, er staðreynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr og kýs að vinna að því að minnka skaðsemi hennar fremur en að hunsa hana eða fordæma.
 • Skilur að lyfjanotkun er flókið og margbrotið fyrirbrigði sem fyrirfinnst á rófi frá alvarlegri misnotkun til algers bindindis, og viðurkennir að hægt er að taka lyf á misöruggan máta.
 • Gengur út frá því að mat á árangri sé byggt á lífsgæðum einstaklinga og samfélaga fremur heldur en algjöru lyfjabindindi.
 • Kallar eftir virðingarfullum samskiptum án þvingana í þjónustu við notendur og umhverfi þeirra með það að markmiði að hjálpa þeim að draga úr skaða vegna notkunar.
 • Tryggir að raddir fólks með fyrrum eða núverandi sögu um lyfjamisnotkun fái að heyrast í gerð áætlana og stefnumótunar sem ætlað er að þjóna þeim.
 • Gerir ráð fyrir eigin ábyrgð notenda á skaðaminnkun og leitast við að styðja þá í að miðla upplýsingum og stuðningi sín á milli til að bæta kjör sín og umhverfi.
 • Viðurkennir að fátækt, stéttaskipting, kynþáttafordómar, félagsleg einangrun, fyrri áfallasaga, mismunun á grundvelli kyns og annars konar mismunur á félagslegri stöðu hefur áhrif á getu fólks og styrk til að takast á við skaða af völdum lyfjamisnotkunar.
 • Gerir ekki lítið úr né hunsar þær raunverulegu og sorglegu hættur sem misnotkun lyfja, bæði löglegra og ólöglegra, getur haft í för með sér.

Siðareglur Heilshugar

Ásetningur

Við leitumst við að starfa og þjóna á hátt sem stuðlar að vitund, samkennd og visku.

Samfélagsþjónusta

Við erum meðvituð um og viðurkennum ábyrgð okkar og áhrif á samfélagið. Við berum virðingu fyrir öllu lífi, og reynum að hámarka gagnsemi þjónustu okkar fyrir samfélagið í heild.

Einstaklingsþjónusta

Við virðum og stöndum vörð um sjálfræði þeirra einstaklinga sem til okkar leita. Við komum fram við aðra af virðingu og heiðarleika.

Fagmennska

Við sýnum af okkur metnað, færni, ábyrgð og heiðarleika.

Heilindi

Við leitumst við að fletta ofan af eigin skýringarkerfum, gildum, þörfum og tamörkunum sem geta haft áhrif á vinnu okkar.

Umburðarlyndi

Við sýnum opinn hug, umburðarlyndi og virðingu gagnvart skýringarkerfum og gildismati annarra. Við forðumst að ýta eigin gildismati og skýringarkerfum að öðrum.

Samstarfsaðilar

Rooted Healing

Um Rooted Healing