Námskeið

Hugfarafélagið

Fyrir hvern?
Hugfarafélagið er ætlað öllum þeim sem upplifa sig svolítið í lausu lofti eftir hugvíkkandi ferðalag og vantar stað til úrvinnslu, stuðning og utanumhald.

Hugfarafélagið miðar að því að mæta þeirri þörf sem til staðar er fyrir kerfisbundið utanumhald eftir hugvíkkandi ferðalög.

Mörg sem farið hafa í hugvíkkandi ferðalög upplifa sig svolítið í lausu lofti eftir slíkt og hafa þörf fyrir stað til úrvinnslu. Hvernig tekurðu það sem þér var sýnt og notar það til að bæta líf þitt og hverdag? Við hvern talarðu um þessa reynslu þína? Hvaða áskoranir og sigra ertu að rekast á í lífi þínu?

Á þessu nýja námskeiði leggjum við í þessa vegferð saman. Að hafa fólk í kringum sig sem er á sömu vegferð er ómetanlegt, til að spegla, styðja, deila og hvetja.

Fyrirkomulag

Við munum hittast 2x í mánuði í 9 mánuði, samtals 18 skipti.

Annar tíminn verður fyrirlestur um ákveðið þema sem tengist eftirvinnslu, hinn tíminn verður framvindutími, þar sem farið er yfir hvernig þið hafið nýtt ykkur efni fyrirlestursins í eigin lífi, farið yfir hindarnir, áskoranir og sigra.

Efni námskeiðsins er skipt í þrjú þemu: sjálf, aðrir og innsæi.

Tímasetning: Mánudagar frá 17:30 – 19:30

Leiðbeinandi: Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur

Verð: 19.900 á mánuði

Hefst: 6. mars

Borgað er mánaðarlega, og nýir þátttakendur eru teknir inn á 3x á ári.

Athugið!

Ekki er um meðferð að ræða né kemur námskeiðið í stað meðferðar.

 

Innifalið í námskeiði:
  • 9 fyrirlestrar sem gefa þér verkfæri til að ná betri tengingu við eigið sjálf, aðra og umheiminn
  • 9 framvindutímar þar sem unnið er saman í heimaverkefnum, farið yfir áskoranir og sigra
  • Aðgangur að hálfsmánaðarlegum stuðningshópi
  • Aðgangur að lokuðum Facebook hópi
Innifalið í mánaðargjaldi:

1x fyrirlestur (2 klst)

1x verkefnatími (2 klst)

Aðgangur stuðningshópum (2x 1,5 klst)

Aðgangur að facebook hópi

Binding er til þriggja mánaða í senn.

Nýir þátttakendur eru teknir inn 3x á ári, í byrjun september, desember og mars

Vertu með

Vertu hluti af samfélaginu