Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á málefninu: starfsfólk, almenning og aðstandendur.
Skoðað verður hvers vegna fólk notar vímuefni og þau jákvæðu og neikvæðu áhrif og afleiðingar sem geta fylgt notkun á vímuefnum.
Fjallað verður um hvernig vímuefnavandi þróast hjá fólki, hvað vímuefnavandi/fíknivandi er og hvernig áföll og erfiðar lífsreynslur tengjast þróun á vímuefnavanda.
Námskeiðið er ætlað konum með áfallasögu og/eða tilfinningalega erfiðleika.
Þátttaka í námskeiðinu færir konum nýja innsýn á eigið sjálf og eigin viðbrögð við umhverfinu og miðar að því að auka sjálfstraust og samkennd gagnvart sjálfum sér.
Næsta námskeið hefst 4. september
Námskeiðið er ætlað fólki sem hefur ákveðið að nýta sér eiginleika hugvíkkandi efna í þeirri von að öðlast betri heilsu og vill faglegt utanumhald og stuðning á undan og eftir ferðalaginu sjálfu
Fullt er á marsnámskeið. Byrjað er að taka niður nöfn fyrir næsta námskeið, dagsetning auglýst síðar.
Hugfarafélagið eru ætlaðir öllum þeim sem upplifa sig svolítið í lausu lofti eftir hugvíkkandi ferðalag og vantar stað til úrvinnslu, stuðning og utanumhald.
Á þessu nýja námskeiði leggjum við í þessa vegferð saman. Að hafa fólk í kringum sig sem er á sömu vegferð er ómetanlegt, til að spegla, styðja, deila og hvetja.
Efni námskeiðsins er skipt í fjögur þemu: sjálf, aðrir, samfélag og innsæi.
Námskeiðið er ætlað fólki sem vill geta nýtt sér áfallamiðaða nálgun í leik og starfi