Þjónusta fyrir einstaklinga

Stakt ljósbleikt blóm á grænum stilki með fölbláan bakgrunn

Viðtalstímar

Sálfræðingar Heilshugar bjóða upp á einstaklingsmeðferð og ráðgjöf.

Græn og bleik fraktal-kennd blóm

Námskeið

Námskeið Heilshugar miða að því að auka sjálfsskilning fólks, skapa öruggan vettvang til að líta yfir farinn veg og veita stuðning til að gera þær breytingar á lífi sínu sem vonir standa til.

Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga

Með skaðaminnkun að leiðarljósi býður Heilshugar upp á stuðningsnámskeið fyrir þau sem hafa ákveðið að fara þessa leið.

Vímuefnavandi og vímuefnanotkun

Á námskeiðinu verður skoðað hvers vegna fólk notar vímuefni og þau jákvæðu og neikvæðu áhrif og afleiðingar sem geta fylgt notkun á vímuefnum.

Hvað er einstakt við okkar nálgun?

Leikgleðin að leiðarljósi

Lækningin hefur tvær hliðar.
Annars vegar þarf að græða sárin sín og koma sér aftur í virkni.
Það að “virka” er hins vegar ekki nóg. Við viljum líka þrífast.
Heilshugar miðar að því að skapa öruggan vettvang til að komast í samband við eigin leikgleði og sköpunarkraft.
Í sköpuninni býr gleðin.
Í gleðinni býr sáttin.
Í sáttinni býr hamingjan.