Siðareglur

Siðareglur Heilshugar

Ásetningur

Við leitumst við að starfa og þjóna á hátt sem stuðlar að vitund, samkennd og visku.

Samfélagsþjónusta

Við erum meðvituð um og viðurkennum ábyrgð okkar og áhrif á samfélagið. Við berum virðingu fyrir öllu lífi, og reynum að hámarka gagnsemi þjónustu okkar fyrir samfélagið í heild.

Einstaklingsþjónusta

Við virðum og stöndum vörð um sjálfræði þeirra einstaklinga sem til okkar leita. Við komum fram við aðra af virðingu og heiðarleika.

Fagmennska

Við sýnum af okkur metnað, færni, ábyrgð og heiðarleika.

Heilindi

Við leitumst við að fletta ofan af eigin skýringarkerfum, gildum, þörfum og tamörkunum sem geta haft áhrif á vinnu okkar.

Umburðarlyndi

Við sýnum opinn hug, umburðarlyndi og virðingu gagnvart skýringarkerfum og gildismati annarra. Við forðumst að ýta eigin gildismati og skýringarkerfum að öðrum.