NÁMSKEIÐ

Áfallamiðuð nálgun á vinnustað

Fyrir fólk sem vill geta nýtt sér áfallamiðaða nálgun í leik og starfi


Öll verðum við fyrir áföllum í lífinu, en það er misjafnt hversu vel við höfum náð að vinna úr þeim. Í daglegum samskiptum getur miklu skipt að átta sig á því hversu algeng óunnin áföll eru, og hvernig hægt er að koma í veg fyrir að samskipti dagsins í dag ýfi upp sár að óþörfu.

Áfallamiðuð nálgun miðar að því að skapa umhverfi og aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð.

Á námskeiðinu verður fjallað um af hverju það er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að innleiða áfallamiðaða nálgun, hvað felst í slíkri nálgun, og hvernig vinnustaðir geta innleitt hana.

Umræðuþættir
  • Hvað er áfallamiðuð nálgun og hvað felst í henni?
  • Hvers vegna áfallamiðuð nálgun?
  • Eðli áfalla og áhrif þeirra
  • Þroskun taugakerfis okkar
  • Mikilvægi tengsla og félagslegra samskipta
  • Hvað felst í áfallamiðaðri nálgun?
Markmið
Að þátttakendur hafi grunnþekkingu á áhrifum áfalla og samskipta á heilsu og velferð og átti sig á algengi óunninna áfalla.
Að þátttakendur geti skilið og tekið tillit til þess hversu yfirgripsmikil áhrif áföll geta haft á upplifun, líðan og hegðun fólks.
Að þátttakendur fái í hendurnar verkfæri til að skapa umhverfi og aðstæður þar sem allir eru öruggir og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð.

Námskeiðið hefur fengið afbragðs dóma þátttakenda, bæði fyrir efnistök, framsetningu og kennslu námsefnis.

Lengd námskeiðs

3 til 8 klukkustundir.
Lengd námskeiðs fer eftir því hversu ítarlega er farið í hagnýt verkefni og innleiðingu.

Staðsetning

Hægt er að sitja námskeiðið í fjarstreymi eða flytja það á staðnum.

Verð

Verð fer eftir fjölda þátttakenda og lengd námskeiðs.

Skráning og verðtilboð

Skráðu þitt fyrirtæki og fáðu verðtilboð með því að senda okkur tölvupóst:

Um leiðbeinanda


Fyrirlesari er Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur
og eigandi Heilshugar. Lilja útskrifaðist sem
sálfræðingur árið 2011 og hefur starfað í
endurhæfingu stærstan hluta starfsferils síns.
Hún hefur lokið sérnámi í hugrænni
atferlismeðferð og grunnþjálfun í EMDR ásamt
fleiru.

Sérsvið Lilju eru áföll og aðhyllist hún heildræna
nálgun á manneskjuna með samkennd að
leiðarljósi.

Lilja Þorsteinsdóttir

Umsagnir


Mjög gott námskeið í alla staði, málefni sem á við alla hvar og hvenær sem
er. Kennarinn er með góða rödd til áheyrnar og koma efninu vel til skila.


Starfsmaður Sýslumanna Reykjavíkur


Þetta námskeið var svo framúrskarandi, kennarinn algjörlega frábær, hafði
mikla og góða þekkingu á námsefninu, auk þess að vera mjög skemmtileg.
Sem flestir þyrftu á þessu námskeiði að halda.

Þátttakandi á námskeiði


Kennarinn mjög góð að koma efni til skila, vekja áhuga og hvetja til
spurninga og umræðna. Kom flóknu og víðfeðmu efni til skila á greinargóðan
og áhugaverðan hátt. Námskeiðið mun nýtast í starfi m.a. í samskiptum
skjólstæðinga og fólk. Til þess fallið að auka skilning og samkennd með fólki
og mikilvægi góðrar hlustunar.


Starfsmaður Lögfræðingafélags Íslands