Það er leikur að læknast

Heilshugar er batamiðað rými með skaðaminnkandi áherslum

Okkar markmið er að tengja fólk saman og gefa því tækifæri til að vera hluti af og taka þátt í og græða sár sín í samfélagi.

Við viljum skapa öruggan vettvang til að komast í samband við eigin leikgleði og sköpunarkraft og auka sjálfsskilning fólks og tengingu þess við sjálft sig og umheiminn.

Viðtalstímar

Sálfræðingar Heilshugar bjóða upp á einstaklingsmeðferð og ráðgjöf.

Námskeið

Námskeið Heilshugar miða að því að auka sjálfsskilning fólks, skapa öruggan vettvang til að líta yfir farinn veg og veita stuðning til að gera þær breytingar á lífi sínu sem vonir standa til.

Fyrirlestrar

Heilshugar býður upp á fjölbreytt úrval fræðslufyrirlestra, bæði fyrir almenning og fyrirtæki.