Námskeið

Morgunletileikfimi

Fyrir þau okkar sem eiga í innri baráttu við púkann á öxlinni þegar kemur að hreyfingu.

Hér eigum við notalega klukkustund saman þar sem byrjað er á léttum teygjum og hreyfingu í 15-20 mínútur áður en endað er á hugleiðslu og notalegri stund með tebolla áður en haldið er út í dagsins amstur.

Njóttu þess að byrja daginn með ásetningi, ró og notalegheitum.

Tímarnir eru öllum opnir án endurgjalds.

Tímasetning: Mánudagar og fimmtudagar kl. 09:00

Verð: Frjáls framlög

 

ATH – Nauðsynlegt er að skrá sig í opna tíma fyrirfram fyrir kl. 16 daginn áður með því að senda tölvupóst á heilshugar@heilshugar.is.

 

Vertu með

Vertu hluti af samfélaginu