Um okkur

Heilshugar er batamiðað rými með skaðaminnkandi áherslum

Heilshugar er batamiðað rými með skaðaminnkandi áherslum þar sem öryggi, samfélag, sjáfsskilningur og sköpunarkraftur eru leiðarljós í læknunarferlinu.

Við trúum því að tengsl, leikgleði og eigin sköpunarkraftur séu allt lykilþættir í að græða sár. 

Markmið Heilshugar er að skapa vettvang sem styður við sjálfsskilning, tengslin við okkur sjálf og umheiminn.

Heilshugar var stofnað árið 2021 af Lilju Sif Þorsteinsdóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði.

Meðferð, fræðsla og námskeið

Starfsemi Heilshugar skiptist í meðferð, fræðslu og námskeið 

  • Einstaklingsmeðferð og stuðningur
  • Námskeið og fræðsla fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki með áherslu á skaðaminnkun og áfallamiðaða nálgun

Kennarar og meðferðaraðilar

Lilja Þorsteinsdóttir

Lilja Sif Þorsteinsdóttir

Sálfræðingur og eigandi Heilshugar

Merki Heilshugar

Lilja býður upp á:

  • Einstaklingsmeðferð og -fræðslu til fullorðinna einstaklinga með áfallasögu, langvinnan heilsubrest og/eða sögu um fíknivanda.
  • Ýmis konar námskeið og fræðslu til einstaklinga, hópa og fyrirtækja
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir

Sálfræðingur, Cand.psych
Mitt líf – sálfræðistofa

Merki Heilshugar

Steinunn býður upp á:

  • Meðferð og úrvinnslu áfalla, bæði einföldum og flókinna
  • Stuðning við þá sem kjósa að nota hugbreytandi efni í sjálfsvinnu
  • Handleiðslu fagfólks við flóknum kortlagningum (og meðferð) á sálrænum vanda barna, unglinga og ungmenna
  • Handleiðslu fagfólks í HAM meðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna í kvíðaröskunum (aðskilnaðarkvíða, ofsakvíða, félagskvíða, víðáttufælni, almennri kvíðaröskun, sértækri fælni og heilsukvíða) og áráttuþráhyggju
  • Fræðslu, fyrirlestra og námskeið eftir óskum
Svala Jóhannesdóttir

Svala Jóhannesardóttir

Fjölskyldufræðingur og faghandleiðari
Sérsvið skaðaminnkun

Merki Heilshugar

Svala býður upp á:

  • Faghandleiðslu fyrir starfsfólk
  • Einstaklings- og parameðferð fyrir fólk á öllum stigum vímuefnanotkunar og vímuefnavanda
  • Fjölskyldumeðferð fyrir aðstandendur fólks sem glímir við vímuefnavanda og/eða fjölþættan vanda.
  • Viðtöl á vettvangi sé þess óskað
  • Ráðgjöf og verktakavinnu fyrir stofnanir og þjónustuúrræði
  • Fræðslu um skaðaminnkandi hugmyndafræði, vímuefnavanda, öruggari vímuefnanotkun, góð og hjálpleg samskipti og önnur tengd málefni.

Öryggi, samfélag, sjálfsskilningur og sköpunarkraftur


Heilshugar er leikmegin í lækningunni

Siðareglur Heilshugar

Ásetningur

Við leitumst við að starfa og þjóna á hátt sem stuðlar að vitund, samkennd og visku.

Samfélagsþjónusta

Við erum meðvituð um og viðurkennum ábyrgð okkar og áhrif á samfélagið. Við berum virðingu fyrir öllu lífi, og reynum að hámarka gagnsemi þjónustu okkar fyrir samfélagið í heild.

Einstaklingsþjónusta

Við virðum og stöndum vörð um sjálfræði þeirra einstaklinga sem til okkar leita. Við komum fram við aðra af virðingu og heiðarleika.

Fagmennska

Við sýnum af okkur metnað, færni, ábyrgð og heiðarleika.

Heilindi

Við leitumst við að fletta ofan af eigin skýringarkerfum, gildum, þörfum og tamörkunum sem geta haft áhrif á vinnu okkar.

Umburðarlyndi

Við sýnum opinn hug, umburðarlyndi og virðingu gagnvart skýringarkerfum og gildismati annarra. Við forðumst að ýta eigin gildismati og skýringarkerfum að öðrum.

Hvað er skaðaminnkun?