NÁMSKEIÐ
Í öryggi gróa sárin – Að koma sér úr ofbeldissambandi
Ertu föst í ofbeldissambandi og vilt koma þér út úr því?
Ertu í miðju ferlinu? Sérðu jafnvel fram á erfiðan skilnað? Komdu á námskeið sem sérhannað er til að fara í gegnum þær upplýsingar sem gott er að hafa til að geta tekið skrefin og gert ferlið eins auðvelt og átakalaust og möguleiki er á.
Lýsing
Námskeiðið er fjögur skipti, tveir tímar í senn.
Dagskrá
Tími 1: Nauðsynlegar varúðar- og öryggisráðstafanir
Tími 2: Hvað er ofbeldi? Fræðsla um birtingarmyndir, eðli o.fl.
Tími 3: Samskipti við kerfið – hindranir og hjálp
Tími 4: Fjölskyldutréð og millikynslóðasmit, hvernig lærum við ást, tengsl

Samantekt
Í öryggi gróa sárin – að koma sér út úr ofbeldissambandi
Námskeið sem sérhannað er til að fara í gegnum þær upplýsingar sem gott er að hafa til að geta tekið skrefin úr obeldissambandi og gera ferlið eins auðvelt og átakalaust og möguleiki er á.
Lengd: Námskeiðið er fjögur skipti, tveir tímar í senn.
Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.