Þjónusta fyrir einstaklinga

Viðtalstímar
Sálfræðingar Heilshugar bjóða upp á einstaklingsmeðferð og ráðgjöf.

Námskeið
Námskeið Heilshugar miða að því að auka sjálfsskilning fólks, skapa öruggan vettvang til að líta yfir farinn veg og veita stuðning til að gera þær breytingar á lífi sínu sem vonir standa til.
Í öryggi gróa sárin
Ertu föst í ofbeldissambandi og vilt koma þér út úr því?
Námskeið sem er sérhannað til að fara í gegnum þær upplýsingar sem gott er að hafa til að geta tekið skrefin og gera ferlið eins auðvelt og átakalaust og möguleiki er á.
Aftur til sjálfrar mín
Námskeiðið er ætlað konum með áfallasögu og/eða tilfinningalega erfiðleika.
Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga
Með skaðaminnkun að leiðarljósi býður Heilshugar upp á stuðningsnámskeið fyrir þau sem hafa ákveðið að fara þessa leið.
Vímuefnavandi og vímuefnanotkun
Á námskeiðinu verður skoðað hvers vegna fólk notar vímuefni og þau jákvæðu og neikvæðu áhrif og afleiðingar sem geta fylgt notkun á vímuefnum.