Þjónusta fyrir vinnustaði og hópa

Námskeið og fræðsla

Heilshugar býður upp á ýmis námskeið og fræðsluerindi fyrir hópa og fyrirtæki. Markmið Heilshugar er að skapa vettvang sem styður við sjálfsskilning, tengslin við okkur sjálf og umheiminn með áherslu á skaðaminnkun og áfallamiðaða nálgun.

Hafðu samband ef þú sérð ekki erindið sem þú leitar að hér að neðan. Einnig er hægt að biðja um fræðsluerindi og námskeið sérsniðið að þínum hópi.

Fyrir vinnustaði

Rifblöðkublöð - námskeið fyrir vinnustaði og hópa

Áfallamiðuð nálgun á vinnustað

Námskeið fyrir fólk sem vill geta nýtt sér áfallamiðaða nálgun í leik og starfi.

Áfallamiðuð nálgun miðar að því að skapa umhverfi og aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð.

Á námskeiðinu verður fjallað um af hverju það er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að innleiða áfallamiðaða nálgun, hvað felst í slíkri nálgun, og hvernig vinnustaðir geta innleitt hana.

Hægt er að sitja námskeiðið í fjarstreymi eða hafa það flutt á staðnum.