NÁMSKEIÐ
Áfallamiðuð nálgun á vinnustað
Fyrir fólk sem vill geta nýtt sér áfallamiðaða nálgun í leik og starfi
Öll verðum við fyrir áföllum í lífinu, en það er misjafnt hversu vel við höfum náð að vinna úr þeim. Í daglegum samskiptum getur miklu skipt að átta sig á því hversu algeng óunnin áföll eru, og hvernig hægt er að koma í veg fyrir að samskipti dagsins í dag ýfi upp sár að óþörfu.
Áfallamiðuð nálgun miðar að því að skapa umhverfi og aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð.
Á námskeiðinu verður fjallað um af hverju það er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að innleiða áfallamiðaða nálgun, hvað felst í slíkri nálgun, og hvernig vinnustaðir geta innleitt hana.
Umræðuþættir:
- Hvað er áfallamiðuð nálgun og hvað felst í henni?
- Hvers vegna áfallamiðuð nálgun?
- Eðli áfalla og áhrif þeirra
- Þroskun taugakerfis okkar
- Mikilvægi tengsla og félagslegra samskipta
- Hvað felst í áfallamiðaðri nálgun?
Markmið
Námskeiðið hefur fengið afbragðs dóma þátttakenda, bæði fyrir efnistök, framsetningu og kennslu námsefnis.
Lengd: 3 klst
Verð: 15.000,- per mann
![natures-01.jpg](https://i0.wp.com/heilshugar.is/wp-content/uploads/2025/01/natures-01.jpg?resize=460%2C450&ssl=1)
![](https://i0.wp.com/heilshugar.is/wp-content/uploads/2025/01/desserts-02.jpg?resize=288%2C450&ssl=1)
![](https://i0.wp.com/heilshugar.is/wp-content/uploads/2025/01/snow-mountains-02.jpg?resize=288%2C450&ssl=1)