Leiðir til að vinna með áföll

leiðir til að vinna með áföll

Áföll eru ekki hlutirnir sem gerast, heldur sporin sem sitja eftir í líkama og heila.


Vegna þess að þessi spor liggja að miklu leyti í eldri hlutum heilans og taugakerfisins heldur en heilaberkinum (sem er nýjasta viðbótin við þetta stórkostlega kerfi), þá er samtalsmeðferð ekki endilega besta leiðin til þess að vinna með þau – og oftast aldrei nóg ein og sér.


Við verðum að komast dýpra og vinna með óyrtu kerfin okkar – lífsafkomukerfin sem eru svo fljót að bregðast við og breyta forrituninni okkar ef við lendum í aðstæðum þar sem við upplifum hjálparleysi, varnarleysi eða umkomuleysi, sérstaklega ef við upplifum okkur í lífshættu.


Samtalsmeðferð getur hjálpað okkur að púsla sögunni saman og skoða hvaða merkingu atburðurinn hefur haft fyrir okkur og okkar persónu, en oft er það ekki nóg, við þurfum líka að sýna eldri hlutum taugakerfis okkar að það þarf ekki að vera á verði lengur. Þessir hlutar heilans tala ekki sama tungumál og heilabörkurinn, og ef við viljum skiljast þá verðum við að tala á því tungumáli sem “viðmælandinn” (í þessu tilfelli eldri hlutar taugakerfis okkar) skilur.


Mér þætti gaman að heyra frá lesendum hvaða reynslu þið hafið af hinum mismunandi aðferðum til að vinna með áföll. Hefur þú farið í áfallameðferð? Hvað finnst þér hafa gagnast best fyrir þig?