Algengar spurningar

Eru gögnin um mig örugg?

Heilshugar notar þjónustu Karaconnect, sem er sérstaklega hönnuð fyrir sérfræðinga, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk, til að selja þjónustu sína í gegnum netið. Hugbúnaðurinn er því í samræmi við hæstu öryggiskröfur.

 

Hvernig virkar síðan?

Efst á forsíðu er hlekkur titlaður “panta tíma”. Á hann smellirðu og færistu þá inn á vefsvæði Karaconnect. Þar velurðu nýskráningu, þar sem þú fyllir út upplýsingar um þig og bókar tíma.

 

Get ég fengið viðtal við meðferðaraðilann minn augliti til auglitis?

Já, það er möguleiki. Lilja hefur aðstöðu í Hæfi endurhæfingarstöð, sem staðsett er í Egilshöll. Hægt er að panta tíma í síma 511-1011.

 

Eru tímarnir niðurgreiddir?

Þjónusta sálfræðinga er enn sem komið er ekki hluti af Sjúkratryggingum Íslands, en mörg stéttarfélög niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Fjarmeðferð er jafn gild meðferð og hver önnur. Kvittanir fyrir meðferðartímum þínum má nálgast og prenta út inni á þínu svæði hjá Karaconnect.