Námskeið

Aftur til sjálfrar mín

Fyrir hvern?
Námskeiðið er ætlað konum með áfallasögu og/eða tilfinningalega erfiðleika.

Námskeiðið er ætlað konum með áfallasögu og/eða tilfinningalega erfiðleika, og markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum verkfæri til að tengjast sjálfri sér betur, bæði líkamlega og andlega.

Námskeiðið er sett þannig upp að fyrri hlutinn er fræðsla og umræður, og seinni hlutinn eru æfingar sem miða að því að tengja þátttakendur betur við sjálfa sig og líkama sinn – jóga, núvitund, dáleiðsla og/eða verkefnavinna.

Hópurinn verður fámennur en góðmennur (hámarksfjöldi 12) og miðað er að því að hafa þetta allt saman voða kósí og óformlegt, og að mynda góða stemmningu saman.

Námskeiðið hefur fengið fádæma dóma þátttakenda.

 
Dagskrá:

1. tími                 Hvað eru áföll

2. tími                Líffræði áfalla

3. tími                Svefn, melting, öndun

4. tími                Áhrif uppvaxtar

5. tími                Áhrif félagstengsla

6. tími                Að skilja eigin viðbrögð

7. tími                Tilfinningar og tilfinningastjórnun

8. tími                Innri gagnrýnandinn

9. tími                Ytri gagnrýnandinn

10. tími               Félagsfærni, traust, mörk

11. tími                Reiði, hatur, fyrirgefning

12. tími               Fíkn

13. tími               Gildi

14. tími               Bataferillinn

 

Vitnisburðir fyrrum þátttakenda:

 

Ótrúlega áhugavert námskeið, ég lærði svo mikið um áföll og afleiðingar
þess, og sérstaklega hvernig ég get tekist á við það, ég fékk
raunveruleg tæki og tól!”


“Þetta námskeið á að mínu mati að vera kennt í 10. bekk og eiga allir að
fara á þetta. Að skilja betur rauðu flöggin og viðbrögð sem maður getur
sýnt er nauðsynlegt til að skilja betur sjálfa sig. Takk fyrir mig.”


Námskeiðið er haldið 1x í viku í þrjá tíma í senn, í samtals 14 skipti eða 42 klst.

Kennt er á föstudagsmorgnum frá kl. 09:00 – 12:00.

Upphafsdagsetning tilkynnt síðar.

Verð: 210.000,-

Opnunartilboð, 50% afsláttur: 105.000,-

Hvað færðu fyrir peninginn? Algengt verð á einstaklingstíma hjá sálfræðingi er á milli 18.000-24.000 krónur. Þumalputtareglan varðandi verð á hóptímum er svo 5000 krónur hver klukkustund. Með þessu kynningartilboði er verðið komið niður í 2500 krónur á klukkustund, sem er líklega með því minnsta sem þekkist fyrir þjónustu sálfræðings hér á landi. 

Hægt er að skipta greiðslum í þrennt og svo niðurgreiða mörg stéttarfélög námskeið.

Ekki láta þetta tilboð fram hjá þér fara!

Vertu með

Vertu hluti af samfélaginu