NÁMSKEIÐ
Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga
Fyrir fólk sem hefur ákveðið að nýta sér eiginleika hugbirtandi efna í þeirri von að öðlast betri heilsu og vill faglega fræðslu áður en þau leggja í ferðalagið
Á undanförnum árum hefur umfjöllun um hugbirtandi lyf aukist töluvert. Rannsóknir á meðferð með aðstoð þeirra lofa góðu og umfjöllun um lyfin hefur einkennst af bjartsýni.
Mikilvægt er hins vegar að átta sig á því að hugbirtandi lyf eru eingöngu lítill hluti þess árangurs sem rannsóknir sýna. Jafn stór þáttur, ef ekki stærri, er sú staðreynd að inntöku lyfjanna fylgir öflugur og góður undirbúningur, utanumhald á meðan á inntöku stendur og eftirmeðferð. Meðferðin sjálf er forsenda árangurs í langflestum tilvikum.
Hugbirtandi lyf eru með öðrum orðum verkfæri og líkt og með önnur verkfæri þá skiptir öllu máli hvernig þau eru notuð. Það er skýr greinarmunur á því að nota hugbirtandi lyf ein og sér og því að sækja sér meðferð með aðstoð þeirra. Þar að auki er ákveðin áhætta fólgin í því að taka þessi lyf án þess að hafa fengið réttan undirbúning og utanumhald á undan, á meðan og á eftir.
Við hjá Heilshugar brýnum fyrir fólki að flýta sér hægt. Meðferð með aðstoð hugbirtandi lyfja er ekki orðin lögleg hér á landi enn sem komið er og því ekki mögulegt að komast í slíka meðferð nema ferðast út fyrir landsteinana.
Staðreyndin er þó sú að á undanförnum árum hefur aðsókn í svokölluð hugbirtandi ferðalög aukist töluvert, enda samfélagið í andlegri krísu og tíðni kvíða, þunglyndis og annarra tilfinningaraskana hækkar ár frá ári. Það því skiljanlegt að fólk freisti þess að fá bót meina sinna þrátt fyrir að enn sem komið er séu hugbirtandi lyf og meðferðir sem nýta þau ólöglegar.
Með skaðaminnkun að leiðarljósi býður Heilshugar því upp á stuðningsnámskeið fyrir þau sem hafa ákveðið að fara þessa leið.
Um er að ræða fimm skipta hópnámskeið, samtals 10 klst, hannað að þörfum þeirra sem hafa ákveðið að nýta sér eiginleika hugbirtandi efna í þeirri von að öðlast betri heilsu. Ekki er um meðferð að ræða, heldur fræðslunámskeið.
Markhópur námskeiðanna er eftirfarandi:
- Fólk sem hefur tekið ákvörðun um að fara í hugbirtandi ferðalag, vill hámarka öryggi sitt og fá skaðaminnkandi leiðbeiningar
- Fólk sem vill fá faglega fræðslu um undirbúning og eftirvinnslu hugbirtandi ferðalags
- Fólk sem er forvitið og vill fræðast um hugbirtandi lyf og virkni þeirra
Næstu námskeið:
Athugið!
Innihald námskeiðs:
Ekki innifalið:
Skaðaminnkandi hugmyndafræði
Með skaðaminnkun að leiðarljósi býður Heilshugar upp á stuðningsnámskeið fyrir þau sem hafa ákveðið að fara þessa leið. Markhópur námskeiðanna er eftirfarandi:
- Fólk sem hefur tekið ákvörðun um að fara í hugbirtandi ferðalag, vill hámarka öryggi sitt og fá skaðaminnkandi leiðbeiningar
- Fólk sem vill fá faglegt utanumhald í undirbúningi og eftirvinnslu hugbirtandi ferðalags
- Fólk sem er forvitið og vill fræðast um hugbirtandi lyf og virkni þeirra
Samantekt
Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga – almennt grunnnámskeið
5 skipti, 2 tímar í senn
- 1. tími: Hópurinn hittist, fræðsla um hugbirtandi lyf, spurningum svarað.
- 2. tími: Hugbirtandi lyf vs. meðferð með aðstoð hugbirtandi lyfja. Áhættur og ávinningur.
- 3. tími: Að setja ásetning. Kortlagning og leiðir.
- 4. tími: Undirbúningur fyrir ferðalag. Hvað ber að varast og hvað ber að hafa í huga?
- 5. tími: Eftir ferðalag, hvað þá? Hvernig hámörkum við ávinning af reynslunni?
Tímasetning: þriðjudagar 17:30 – 19:30
Leiðbeinandi: Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur
Verð: 49.900,