Kostir fjarmeðferðar

Þægindi

Að sækja fjarmeðferð sparar þér bæði tíma og peninga. Nú þarftu ekki lengur að koma þér á staðinn, sem gefur þér kost á að sækja meðferðartíma inn á milli verkefna hversdagsins. Þú sparar einnig bensín og bílastæðakostnað.

 

Árangur

Rannsóknir benda til að fjarmeðferð sé jafn árangursrík og meðferð augliti til auglitis við flestum vanda, og hefur í sumum tilvikum möguleika á því að veita betri árangur, sérstaklega þegar um er að ræða vanda með hátt brottfall úr meðferð, svo sem víðáttufælni, félagsfælni og þunglyndi. Það getur nefnilega verið auðveldara að fá “heimsókn” frá meðferðaraðila heim í stofu en að þurfa að fara út úr húsi til að sækja sér meðferð.

Þó verður að taka fram að ekki er allur vandi hentugur í fjarmeðferð. Komi slíkt upp fær viðkomandi leiðbeiningar um hentugri leiðir til að takast á við vanda sinn.

 

Fleiri valkostir

Fólk sem býr á strjálbýlum svæðum getur þurft að keyra langtímum saman til að sækja meðferð. Með fjarmeðferð leysist þetta vandamál. Einnig getur verið gott að hafa kost á meðferð hjá aðila sem engin tengsl hefur við heimabyggð viðkomandi.

 

Næði og sveigjanleiki

Þú velur hvar þér finnst best að stunda meðferðina, hvort sem það er inni í stofu eða við sundlaugarbakkann í fríinu þínu.

Einnig þarftu ekki að eiga á hættu að rekast á kunningja eða vinnufélaga á biðstofunni.