Það er leikur að læknast

Heilshugar er batamiðað rými með skaðaminnkandi áherslum

Okkar markmið er að tengja fólk saman og gefa því tækifæri til að vera hluti af og taka þátt í og græða sár sín í samfélagi.

Við viljum skapa öruggan vettvang til að komast í samband við eigin leikgleði og sköpunarkraft og auka sjálfsskilning fólks og tengingu þess við sjálft sig og umheiminn.

Þjónusta Heilshugar

Viðtalstímar

Sálfræðingar Heilshugar bjóða upp á einstaklingsmeðferð og ráðgjöf.

Námskeið

Námskeið Heilshugar miða að því að auka sjálfsskilning fólks, skapa öruggan vettvang til að líta yfir farinn veg og veita stuðning til að gera þær breytingar á lífi sínu sem vonir standa til.

Fyrirlestrar

Heilshugar býður upp á fjölbreytt úrval fræðslufyrirlestra, bæði fyrir almenning og fyrirtæki.

Námskeið

Námskeið Heilshugar miða að því að auka sjálfsskilning og færast nær sjálfum okkur

Fjögur monstera laufblöð á stilkum með hvítum bakgrunni

Námskeið fyrir vinnustaði

Áfallamiðuð nálgun á vinnustað

Í daglegum samskiptum getur miklu skipt að átta sig á því hversu algeng óunnin áföll eru, og hvernig hægt er að koma í veg fyrir að samskipti dagsins í dag ýfi upp sár að óþörfu.

Fraktalkenndar grænar og bleikar plöntur

Einstaklingsnámskeið

Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga

Með skaðaminnkun að leiðarljósi býður Heilshugar upp á stuðningsnámskeið fyrir þau sem hafa ákveðið að fara þessa leið.

Vímuefnavandi og vímuefnanotkun

Á námskeiðinu verður skoðað hvers vegna fólk notar vímuefni og þau jákvæðu og neikvæðu áhrif og afleiðingar sem geta fylgt notkun á vímuefnum.

Umsagnir

Mjög gott námskeið í alla staði, málefni sem á við alla hvar og hvenær sem
er. Kennarinn er með góða rödd til áheyrnar og koma efninu vel til skila.

– Starfsmaður Sýslumanna Reykjavíkur

Áfallamiðuð nálgun á vinnustað


Virkilega flott námskeið, heildrænt og vel sett upp. Gott rými fyrir spurningar og fékk ég mjög gott innsæi yfir þá hluti sem gott er að vita og sjá fyrir sér fyrir mögulegt ferðalag. Ferðalag er greinilega ekkert “bara” og því virkilega gott að fá góðar upplýsingar og geta tekið upplýst val eftir góðar og áhugaverðar vangaveltur.

– Elísabet Vigfúsdóttir

Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga

Kennarinn mjög góð að koma efni til skila, vekja áhuga og hvetja til
spurninga og umræðna. Kom flóknu og víðfeðmu efni til skila á greinargóðan
og áhugaverðan hátt. Námskeiðið mun nýtast í starfi m.a. í samskiptum
skjólstæðinga og fólk. Til þess fallið að auka skilning og samkennd með fólki
og mikilvægi góðrar hlustunar.

– Starfsmaður Lögfræðingafélags Íslands

Áfallamiðuð nálgun á vinnustað